Enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 09:00 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson hefur átt magnaðan feril og upplifað meira en flestir íslenskir körfuboltamenn. Eitt af því sem þessum frábæra körfuboltamanni hefur enn ekki tekist er að verða íslenskur bikarmeistari í körfubolta. Jón Arnór hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fyrst 17 ára gamall árið 2000 og svo aftur 26 ára gamall árið 2009 þegar hann kom heim í eitt tímabil. Jón á enn eftir að verða bikarmeistari og þar hefur Teitur Örlygsson staðið í vegi fyrir honum í þau tvö skipti sem Jón hefur verið með KR í bikarúrslitaleiknum. Það eykur kannski sigurlíkur Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga að nú er enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri í Höllinni. Jón Arnór spilaði í deildinni hér heima frá 2000 til 2002 en tókst ekki að verða bikarmeistari. Næst komst hann því þegar KR fór í bikarúrslitaleikinn 2002. KR-liðið mætti þá Njarðvík í úrslitaleiknum og allt leit vel út framan af leik. KR, komst í 7-0 og 25-8 í fyrsta leikhlutanum og var síðan mest þrettán stigum yfir í öðrum leikhluta og svo níu stigum yfir í hálfeik, 48-39. Njarðvíkingar skoruðu 15 af fyrstu 17 stigum seinni hálfleiks og komust í 54-50 en KR-ingar voru aftur komnir fimm stigum yfir, 64-59 fyrir leikhlutann. Njarðvíkingar áttu hinsvegar Teit Örlygsson inni í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 10 af 18 stigum sínum í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig leiksins sem tryggðu Njarðvík 86-79 sigur. Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í þessum úrslitaleik, var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna með þrjár þristar í fimm skotum en í vandræðum innan línunnar þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 7 tveggja stiga skotum sínum. Sjö árum síðar var Teitur Örlygsson aftur að flækjast fyrir Jóni Arnóri Stefánssyni í bikarúrslitaleik en nú í öðru hlutverki. Teitur var þá orðinn þjálfari Stjörnunnar en Garðabæjarliðið var komið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. KR-liðið var búið að vera á svakalegri siglingu þetta tímabil enda með stjörnuprýtt lið en Stjarnan kom öllum á óvart og vann úrslitaleikinn 78-76. Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í leiknum en það var ekki nóg. KR-liðið gróf sér holu og tókst ekki að komast upp úr henni. Tæpum þremur mánuðum síðar varð KR-liðið Íslandsmeistari og í framhaldinu fór Jón Arnór aftur út í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið þar til að hann kom heim í haust. Úrslitaleikur KR og Þórs úr Þorlákshöfn hefst klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og unnu einmitt Þórsliðið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson hefur átt magnaðan feril og upplifað meira en flestir íslenskir körfuboltamenn. Eitt af því sem þessum frábæra körfuboltamanni hefur enn ekki tekist er að verða íslenskur bikarmeistari í körfubolta. Jón Arnór hefur orðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fyrst 17 ára gamall árið 2000 og svo aftur 26 ára gamall árið 2009 þegar hann kom heim í eitt tímabil. Jón á enn eftir að verða bikarmeistari og þar hefur Teitur Örlygsson staðið í vegi fyrir honum í þau tvö skipti sem Jón hefur verið með KR í bikarúrslitaleiknum. Það eykur kannski sigurlíkur Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga að nú er enginn Teitur Örlygsson að flækjast fyrir Jóni Arnóri í Höllinni. Jón Arnór spilaði í deildinni hér heima frá 2000 til 2002 en tókst ekki að verða bikarmeistari. Næst komst hann því þegar KR fór í bikarúrslitaleikinn 2002. KR-liðið mætti þá Njarðvík í úrslitaleiknum og allt leit vel út framan af leik. KR, komst í 7-0 og 25-8 í fyrsta leikhlutanum og var síðan mest þrettán stigum yfir í öðrum leikhluta og svo níu stigum yfir í hálfeik, 48-39. Njarðvíkingar skoruðu 15 af fyrstu 17 stigum seinni hálfleiks og komust í 54-50 en KR-ingar voru aftur komnir fimm stigum yfir, 64-59 fyrir leikhlutann. Njarðvíkingar áttu hinsvegar Teit Örlygsson inni í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 10 af 18 stigum sínum í leiknum þar á meðal fimm síðustu stig leiksins sem tryggðu Njarðvík 86-79 sigur. Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í þessum úrslitaleik, var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna með þrjár þristar í fimm skotum en í vandræðum innan línunnar þar sem hann hitti aðeins úr 2 af 7 tveggja stiga skotum sínum. Sjö árum síðar var Teitur Örlygsson aftur að flækjast fyrir Jóni Arnóri Stefánssyni í bikarúrslitaleik en nú í öðru hlutverki. Teitur var þá orðinn þjálfari Stjörnunnar en Garðabæjarliðið var komið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. KR-liðið var búið að vera á svakalegri siglingu þetta tímabil enda með stjörnuprýtt lið en Stjarnan kom öllum á óvart og vann úrslitaleikinn 78-76. Jón Arnór Stefánsson skoraði 29 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í leiknum en það var ekki nóg. KR-liðið gróf sér holu og tókst ekki að komast upp úr henni. Tæpum þremur mánuðum síðar varð KR-liðið Íslandsmeistari og í framhaldinu fór Jón Arnór aftur út í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið þar til að hann kom heim í haust. Úrslitaleikur KR og Þórs úr Þorlákshöfn hefst klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og unnu einmitt Þórsliðið í úrslitaleiknum fyrir ári síðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira