Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2017 06:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Vísir/Anton Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00