Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2017 06:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Vísir/Anton Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00