Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. Geir segir að það sé eftirsjá í þessum störfum en Guðjón Guðmundsson hitti hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru erfiðir dagar núna og ég kveð knattspyrnusambandið með söknuði,“ sagði Geir Þorsteinsson. Geir er að kveðja eftir besta ár í sögu fótboltans á Íslandi. „Það finnst mörgum það skrýtið að ég sé að kveðja á þessum tímapunkti og það er eðlilegt. Ætli að þetta sé ekki tilfinningin að það sé gott að enda með titli. Þetta er svona svipuð tilfinning,“ sagði Geir. Fannst Geir á einhverjum tímapunkti hafa verið gerð að honum persónulega sem formanni? „Ég kannast ekki við það. Ég hef alltaf notið gríðarlegs stuðnings minna aðildarfélaga en það er helst að fjölmiðlamenn búi til einhvern æsing. Ég kannast ekki við hann,“ sagði Geir. „Það hefur ekki alltaf verið einhugur um öll mál en einingin í knattspyrnuhreyfingunni undir minni stjórn hefur verið gríðarlega góð,“ sagði Geir. Geir hefur væntanlega fylgst með kosningabaráttunni milli Björns Einarssonar og Guðna Bergssonar á hliðarlínunni. Hún er býsna hörð á lokametrunum. „Það eru algjörlega breyttir tímar í dag. Þjóðfélagið er miklu opnara og það geta allir tekið þátt í baráttunni. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum þegar ég vann kosninguna. Þetta leiðir hugann að því að það þarfa að endurskoða lög knattspyrnusambandsins að ýmsu leyti,“ sagði Geir. „Knattspyrnusambandið stendur gríðarlega vel og það er ekkert óeðlilegt að þessir menn keppist um sætið og að allir vilji hafa skoðun á því,“ sagði Geir. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar frá því úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. Geir segir að það sé eftirsjá í þessum störfum en Guðjón Guðmundsson hitti hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Þetta eru erfiðir dagar núna og ég kveð knattspyrnusambandið með söknuði,“ sagði Geir Þorsteinsson. Geir er að kveðja eftir besta ár í sögu fótboltans á Íslandi. „Það finnst mörgum það skrýtið að ég sé að kveðja á þessum tímapunkti og það er eðlilegt. Ætli að þetta sé ekki tilfinningin að það sé gott að enda með titli. Þetta er svona svipuð tilfinning,“ sagði Geir. Fannst Geir á einhverjum tímapunkti hafa verið gerð að honum persónulega sem formanni? „Ég kannast ekki við það. Ég hef alltaf notið gríðarlegs stuðnings minna aðildarfélaga en það er helst að fjölmiðlamenn búi til einhvern æsing. Ég kannast ekki við hann,“ sagði Geir. „Það hefur ekki alltaf verið einhugur um öll mál en einingin í knattspyrnuhreyfingunni undir minni stjórn hefur verið gríðarlega góð,“ sagði Geir. Geir hefur væntanlega fylgst með kosningabaráttunni milli Björns Einarssonar og Guðna Bergssonar á hliðarlínunni. Hún er býsna hörð á lokametrunum. „Það eru algjörlega breyttir tímar í dag. Þjóðfélagið er miklu opnara og það geta allir tekið þátt í baráttunni. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum þegar ég vann kosninguna. Þetta leiðir hugann að því að það þarfa að endurskoða lög knattspyrnusambandsins að ýmsu leyti,“ sagði Geir. „Knattspyrnusambandið stendur gríðarlega vel og það er ekkert óeðlilegt að þessir menn keppist um sætið og að allir vilji hafa skoðun á því,“ sagði Geir. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar frá því úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Harður formannsslagur í uppsiglingu Þeir Björn og Guðni mæta í kappræður sem Hörður Magnússon stýrir í beinni, strax að loknum íþróttafréttum. 6. febrúar 2017 15:45
Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00