Pavel: Beðið eftir þessu í allan fokking vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:21 Pavel fagnar eftir leik. vísir/andri marinó Pavel Ermolinskij var eðlilega kátur og glaður þegar Vísir spjallaði við hann eftir bikarsigur KR í Laugardalshöll í dag. KR vann Þór annað árið í röð og tryggði sér tólfta bikarmeistaratitil félagsins. KR-liðið var ekkert að spila neitt stórkostlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta fór allt í gang. Hvað gerðist þar? "Það sem við erum búnir að vera fokking bíða eftir í allan vetur; þessi litla stund sem kveikir í okkur. Eitthvað smá spark. Það kom í þriðja leikhlutanum. Við reyndum að klúðra þessu í fjórða leikhluta en það var þessi neisti í þeim þriðja sem skilaði þessu," sagði Pavel sem sjálfur fór í gang eftir að fá tæknivillu í þriðja leikhluta. "Tæknivillan var bara óheppilegt atvik. Það var kannski eitthvað atvik sem sneri þessu. Kannski var það þessi karfa sem ég skoraði þarna eftir tæknivilluna. Við vorum alltaf að bíða eftir þessu eina atviki. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessari stund í allan fokking vetur. Þessari stund sem fær okkur til að brosa og gera eitthvað." Pavel og Jón Arnór héldu uppi stemningunni í KR-liðinu með látum auk þess sem að þeir spiluðu vel. Pavel viðurkennir að þetta hefur vantað upp á í vetur. "Þetta byrjar hjá okkur tveimur. Við Jón höfum kannski ekki verið að spila alveg eins og við viljum. Þegar við bætum því við smá andleysi þá er erfitt fyrir strákana að horfa upp á þetta. Við Jón töluðum um það að það minnsta sem við getum gert er að kveikja í mönnum þó við séum ekki að spila vel," sagði Pavel sem stefnir nú á Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum með besta liðið á landinu, það þarf ekkert að ræða það frekar. Við þurfum ekkert að sanna það aftur og aftur. Þetta er búið að vera eitthvað andlegt hjá okkur. Við vildum finna þennan neista og bikarúrslitaleikurinn var rétti staðurinn til þess að byrja," sagði Pavel Ermolinskij. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag og það skiptir hann miklu máli. 11. febrúar 2017 19:13 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 78-71 | KR bikarmeistari annað árið í röð KR er Maltbikarmeistari karla eftir sigur á Þór Þ. í úrslitaleik, 78-71. 11. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Pavel Ermolinskij var eðlilega kátur og glaður þegar Vísir spjallaði við hann eftir bikarsigur KR í Laugardalshöll í dag. KR vann Þór annað árið í röð og tryggði sér tólfta bikarmeistaratitil félagsins. KR-liðið var ekkert að spila neitt stórkostlega í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta fór allt í gang. Hvað gerðist þar? "Það sem við erum búnir að vera fokking bíða eftir í allan vetur; þessi litla stund sem kveikir í okkur. Eitthvað smá spark. Það kom í þriðja leikhlutanum. Við reyndum að klúðra þessu í fjórða leikhluta en það var þessi neisti í þeim þriðja sem skilaði þessu," sagði Pavel sem sjálfur fór í gang eftir að fá tæknivillu í þriðja leikhluta. "Tæknivillan var bara óheppilegt atvik. Það var kannski eitthvað atvik sem sneri þessu. Kannski var það þessi karfa sem ég skoraði þarna eftir tæknivilluna. Við vorum alltaf að bíða eftir þessu eina atviki. Við erum búnir að vera að bíða eftir þessari stund í allan fokking vetur. Þessari stund sem fær okkur til að brosa og gera eitthvað." Pavel og Jón Arnór héldu uppi stemningunni í KR-liðinu með látum auk þess sem að þeir spiluðu vel. Pavel viðurkennir að þetta hefur vantað upp á í vetur. "Þetta byrjar hjá okkur tveimur. Við Jón höfum kannski ekki verið að spila alveg eins og við viljum. Þegar við bætum því við smá andleysi þá er erfitt fyrir strákana að horfa upp á þetta. Við Jón töluðum um það að það minnsta sem við getum gert er að kveikja í mönnum þó við séum ekki að spila vel," sagði Pavel sem stefnir nú á Íslandsmeistaratitilinn. "Við erum með besta liðið á landinu, það þarf ekkert að ræða það frekar. Við þurfum ekkert að sanna það aftur og aftur. Þetta er búið að vera eitthvað andlegt hjá okkur. Við vildum finna þennan neista og bikarúrslitaleikurinn var rétti staðurinn til þess að byrja," sagði Pavel Ermolinskij.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag og það skiptir hann miklu máli. 11. febrúar 2017 19:13 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 78-71 | KR bikarmeistari annað árið í röð KR er Maltbikarmeistari karla eftir sigur á Þór Þ. í úrslitaleik, 78-71. 11. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag og það skiptir hann miklu máli. 11. febrúar 2017 19:13
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 78-71 | KR bikarmeistari annað árið í röð KR er Maltbikarmeistari karla eftir sigur á Þór Þ. í úrslitaleik, 78-71. 11. febrúar 2017 19:00