Björn: Menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 19:51 Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09
Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40
Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti