Ekki útlit fyrir áframhaldandi hlýindi Hulda Hólmkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 12. febrúar 2017 12:52 Spáð er 15-20 stiga hita á Norðaustur og Austurströnd landsins þegar best lægir í dag. Skjáskot/Veðurstofa Óvenjulega mikill hiti er á landinu miðað við árstíma en spáð er 15-20 stiga hita á norðaustur- og austurströnd landsins þegar best lægir í dag. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir hlýtt loft sem nú fer yfir landið vera skýringuna á hlýindunum „Það kom mjög hlýtt loft sem fór yfir landið núna í morgun og er enn yfir austanverðu landinu. Hitinn rauk svolítið upp í kjölfarið af því. Við sáum mest í morgun 16,3 hita á Seyðisfirði,“ segir Þorsteinn. 16,3 stiga hiti í febrúar á Seyðisfirði er nálægt meti á staðnum en mesti hiti sem mælst hefur í febrúar á Seyðisfirði frá því mælingar hófust á staðnum er 18 stig en það var í febrúar 1998. Hér á suðvesturhorninu er býsna heitt líka miðað við árstíma. Er óvenju heitt á öllu landinu miðað við febrúar? „Já það er það. Það er óvenjulega hlýtt.“Má búast við áframhaldandi hlýindum á landinu næstu vikur? „Nei hitinn er frekar á niðurleið næstu daga. Það verður komin köld norðanátt á föstudag eða laugardag með snjókomu og éljagangi fyrir norðan og austan.“Vonir þeirra sem voru dýpst í sínum hjartarótum að vonast eftir því að þetta milda veður myndi haldast, þú ætlar að deyða þær vonir núna? „Nei myndi nú ekki segja það. En ég vil minna á að það er enn hávetur hérna á norðurslóðum og við eigum allan mars eftir og heminginn af febrúar. Það getur ýmislegt gerst enn og útlit fyrir að það fari að kólna næstu helgi.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Sunnan 5-13 m/s. Léttskýjað NA-til á landinu, annars skýjað og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum NA-lands.Á þriðjudag:Suðaustanátt, víða 8-13 m/s og súld eða rigning, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag og fimmtudag:Austlæg átt og rigning með köflum, hiti breytist lítið.Á föstudag:Breytileg átt og víða rigning, en líklega slydda eða snjókoma N-lands. Kólnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands. Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Óvenjulega mikill hiti er á landinu miðað við árstíma en spáð er 15-20 stiga hita á norðaustur- og austurströnd landsins þegar best lægir í dag. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir hlýtt loft sem nú fer yfir landið vera skýringuna á hlýindunum „Það kom mjög hlýtt loft sem fór yfir landið núna í morgun og er enn yfir austanverðu landinu. Hitinn rauk svolítið upp í kjölfarið af því. Við sáum mest í morgun 16,3 hita á Seyðisfirði,“ segir Þorsteinn. 16,3 stiga hiti í febrúar á Seyðisfirði er nálægt meti á staðnum en mesti hiti sem mælst hefur í febrúar á Seyðisfirði frá því mælingar hófust á staðnum er 18 stig en það var í febrúar 1998. Hér á suðvesturhorninu er býsna heitt líka miðað við árstíma. Er óvenju heitt á öllu landinu miðað við febrúar? „Já það er það. Það er óvenjulega hlýtt.“Má búast við áframhaldandi hlýindum á landinu næstu vikur? „Nei hitinn er frekar á niðurleið næstu daga. Það verður komin köld norðanátt á föstudag eða laugardag með snjókomu og éljagangi fyrir norðan og austan.“Vonir þeirra sem voru dýpst í sínum hjartarótum að vonast eftir því að þetta milda veður myndi haldast, þú ætlar að deyða þær vonir núna? „Nei myndi nú ekki segja það. En ég vil minna á að það er enn hávetur hérna á norðurslóðum og við eigum allan mars eftir og heminginn af febrúar. Það getur ýmislegt gerst enn og útlit fyrir að það fari að kólna næstu helgi.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Sunnan 5-13 m/s. Léttskýjað NA-til á landinu, annars skýjað og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum NA-lands.Á þriðjudag:Suðaustanátt, víða 8-13 m/s og súld eða rigning, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag og fimmtudag:Austlæg átt og rigning með köflum, hiti breytist lítið.Á föstudag:Breytileg átt og víða rigning, en líklega slydda eða snjókoma N-lands. Kólnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands.
Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira