Telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. febrúar 2017 14:03 Samtökin 78 telja útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda Vísir/Stefán Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“ Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Samtökin '78 telja Útlendingastofnun ekki taka mið af sérstakri stöðu hinsegin hælisleitenda. Þeir einstaklingar séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ætla samtökin að þrýsta á breytingar. Ísland er að dragast aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt var á þjóðfundi Samtakanna '78 sem fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Helga Baldvins- og Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna, segir þá staðreynd vera sorglega. „Því miður þá erum við að dragast aftur úr og þá sérstaklega varðandi réttindi transfólks og intersex fólks. En líka vantar almenna löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli fleiri þátta en kynferðis,“ segir Helga. Fram kom á fundinum að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta varðandi andlega og líkamlega heilsu hinsegin fólks. Þá hafa samtökin ákveðið að þrýsta á breytingar í málefnum hinsegin hælisleitenda á Íslandi. „Það voru tvær aðalhugmyndir sem voru nefndar í því samhengi. Annars vegar að Samtökin '78 myndu standa fyrir sérstökum stuðningshópi fyrir hinsegin hælisleitendur og veita þá bæði félagslegan og lagalegan stuðning. Hins vegar þarf að þrýsta betur á útlendingastofnun að fræða sig betur í málefnum hinsegin hælisleitenda og að hvaða leiti hinsegin hælisleitendur eru í sérstakri og viðkvæmri stöðu. Ekki bara gagnvart landinu sem þau eru að flýja frá heldur líka í landinu sem þau eru komin til og meðal annarra hælisleitenda.“Hafið þið verið ósátt hingað til með ákvarðanir Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin hælisleitenda? „Já vegna þess að við teljum þau ekki taka mið af þessari sérstöku stöðu. Þau eru að senda fólk til baka til landa þar sem þau eru flokkuð samkvæmt almennum skilgreiningum sem örugg en öll stærstu hagsmunasamtök hinsegin fólks eru búin að benda á að þessi lönd eru ekki örugg fyrir hinsegin hælisleitendur.“
Tengdar fréttir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. 11. febrúar 2017 14:14