Vestri vann í dag sinn fyrsta stóra titil þegar 9. flokkur karla í körfubolta bar sigurorð af Val, 60-49, í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Þetta er ekki bara fyrsti stóri titilinn í sögu Vestra heldur fyrsti stóri titilinn sem lið frá Ísafirði vinnur frá árinu 1967. Fyrir 50 árum varð 2. flokkur kvenna hjá KFÍ Íslandsmeistari.
Tvíburabræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru atkvæðamestir hjá Vestra. Hilmir skoraði 25 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Hugi skoraði 18 stig, tók 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal þremur boltum og varði 10 skot. Hann var valinn maður leiksins.
Gabríel Douane Boama var stigahæstur í liði Vals með 21 stig. Ástþór Atli Svalason skoraði 16 stig, gaf níu stoðsendingar og stal átta boltum.
Fyrsti stóri titilinn sem lið frá Ísafirði vinnur frá 1967
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
