NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti