Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressu 13. febrúar 2017 12:00 Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Michael Flynn til varnar enn. Vísir/AFP Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira