Díana Dögg meiddist illa: „Ég hef aldrei grenjað jafnhátt“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:45 Díana Dögg er á hækjum og fer í skoðun á miðvikudaginn. vísir/eyþór/skjáskot Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur. Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira