Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2017 17:19 Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn