Byrjar aftur með látum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Kveður Wenger enn eina ferðina í 16 liða úrslitum? vísir/getty Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Meistaradeild Evrópu í fótbolta læðist nú aftan að sparkáhugamönnum en það gerir hún með látum. Sextán liða úrslitin fara af stað í kvöld en tvær stærstu viðureignir fyrstu umferðar útsláttarkeppninnar eru báðar í þessari viku. Í kvöld eigast við Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Spánarmeistarar Barcelona en bæði lið eru í miklu stuði heima fyrir og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Annað kvöld fær Arsenal svo Bayern München í heimsókn í fyrri leik liðanna. Enn eina ferðina þarf Arsenal að kljást við einn af risum Evrópu strax í fyrstu umferð en sex ár eru síðan liðið komst lengra en í 16 liða úrslit.Meistarar í öðru sæti Stemningin í París er mikil fyrir stórleik PSG og Barcelona en þjálfari liðsins, Unai Emery, hefur talað mikið um leikinn á síðustu blaðamannafundum. Emery gerði Sevilla að Evrópudeildarmeisturum síðustu þrjú ár en hefur sjálfur viðurkennt að viðureign eins og þessi, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti einu allra stærsta liði heims, sé einmitt ástæðan fyrir því að hann tók við starfinu hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið eru sjóðheit heima fyrir. PSG er búið að vinna ellefu af síðustu tólf leikjum og er enn á lífi í báðum bikarkeppnunum í Frakklandi. Lærisveinar Emery nálgast toppsætið óðfluga en þeir eru nú aðeins þremur stigum á eftir Monaco þegar nóg er eftir af deildinni og er liðið mjög líklegt til að vinna titilinn fimmta árið í röð. Barcelona er einnig í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar þar sem Real Madrid er í kjörstöðu á toppnum. Börsungar eru komnir í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins og eru búnir að vinna átta af síðustu ellefu leikjum og ekki tapa einum einasta. Þessi lið mættust síðast í útsláttarkeppninni fyrir tveimur árum, þá í átta liða úrslitum. Þar hafði Barcelona betur, nokkuð auðveldlega, 5-1, eftir 3-1 sigur í París og 2-0 sigur á heimavelli. Neymar skoraði þrjú af fimm mörkum Barcelona í einvíginu en hann hefur ekki verið með markaskóna reimaða fasta á þessari leiktíð. Thiago Silva, miðvörður og fyrirliði PSG, sneri aftur eftir meiðsli um helgina og ætti að byrja leikinn sem eru góðar fréttir fyrir PSG.Sjö ár í röð hjá Skyttunum? Það verður seint sagt að Arsenal hafi verið heppið með drátt í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar undanfarin ár. Það er búið að falla úr keppni á þessu stigi keppninnar sex ár í röð en í fjögur af þessum sex skiptum hefur liðið annaðhvort mætt stórveldunum Barcelona eða Bayern München. Nú er það Bayern í þriðja sinn á síðustu sjö árum. Það þýðir þó lítið að gráta það enda þurfa allir að vinna þá bestu til að fagna sigri í Meistaradeildinni. Arsenal tapaði líka fyrir Monaco fyrir tveimur árum þegar það átti að vera stóra liðið og þá töpuðu skyttur Wengers fyrir AC Milan fyrir fimm árum. Þar tapaði Arsenal fyrri leiknum 4-0 en var ekki langt frá því að koma til baka á Emirates-vellinum þar sem það vann leikinn, 3-0. Það var ekki nóg.Alltaf með en enginn árangur Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal í 21 ár og nú komið liðinu í Meistaradeildina 19 sinnum í röð. Hann hefur fengið mikið lof fyrir það og margir stuðningsmenn Lundúnaliðsins verja hann einmitt vegna þess að liðið er fastagestur í Meistaradeildinni sem er djúpur tekjubrunnur. Árangur Wengers í Meistaradeildinni er lítill sem enginn. Liðið hefur ekki komist upp úr 16 liða úrslitunum sex ár í röð og ekki komist í undanúrslit síðan 2009 þegar það tapaði fyrir Manchester United, 4-1 samanlagt. Það er aðeins í annað af tveimur skiptum sem Arsenal komst í undanúrslit. Í hitt skiptið unnu skytturnar og fóru alla leið í úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Barcelona. Arsene Wenger hefur aldrei á ferli sínum unnið Evróputitil og leiðin verður ströng að þessu sinni. Það væri bara ágætis byrjun fyrir Frakkann að koma sínum mönnum í átta liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira