NBA: Denver felldi Golden State á eigin bragði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 07:15 Þetta var erfitt kvöld fyrir Stephen Curry og félaga. Vísir/AP Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar.Nikola Jokic var með þrennu þegar Denver Nuggets vann 132-110 sigur á Golden State Warriors en Denver jafnaði NBA-metið með því að skora 24 þriggja stiga körfur í leiknum. Jokic endaði leikinn með 17 stig, 21 frákast og 12 stoðsendingar. Nýliðinn Juancho Hernangomez skoraði 27 stig en hann skoraði alls sex þrista í leiknum. Will Barton var síðan með 24 stig og Jameer Nelson skoraði 23 stig. Á meðan Denver Nuggets liðið hitti úr 24 af 40 þriggja stiga skotum sínum fóru aðeins 8 af 32 rétta leið hjá Golden State. Stephen Curry hitti sem dæmi aðeins úr 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Denver-liðið felldi því Golde State á eigin bragði. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors, Patrick McCaw var með 19 stig og Ian Clark skoraði 18 stig. Stephen Curry skoraði hinsvegar bara 11 stig en hann klikkaði á 14 af 18 skotum sínum. Klay Thompson spilaði ekki.Kawhi Leonard skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs vann 110-106 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var 42. sigur Spurs á tímabilinu og því er það öruggt að liðið vinnur fleiri leiki en það tapar á tuttugasta tímabilinu í röð. San Antonio bætti með því NBA-met Utah Jazz frá dögum Karl Malone og John Stokckton. Liðið hefur náð þessu á öllum tímabilum frá 1997-98 sem var einmitt nýliðaár Tim Duncan. Utah var með 19 sigur-tímabil í röð frá 1985 til 2004. LaMarcus Aldridge var með 10 af 19 stigum sínum á síðustu sjö mínútunum og þeir Danny Green, Tony Parker og David Lee skoruðu allir 12 stig í leiknum. Paul George var með 27 stig hjá Indiana og Myles Turner bætti við 22 stigum.Russell Westbrook var langt undir meðaltölum sínum þegar Oklahoma City Thunder steinlág á móti Washington Wizards 120-98. Westbrook, sem er með þrennu að meðaltali, endaði með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr 5 af 19 skotum og hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu þar sem hann var með meðalskor upp á 31,2 stig í leik fyrir leikinn í nótt. Russell Westbrook spilaði reyndar ekkert eftir miðjan þriðja leikhluta en á þeim kafla klikkaði Thunder-liðið meðal annars á 24 skotum í röð. Washington vann þann kafla 32-5 þar sem Westbrook sjálfur klikkaði á níu skotum í röð. Bakverðirnir Bradley Beal og John Wall voru í aðalhlutverki hjá Washington-liðinu. Beal skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum en Wall var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Isaiah Thomas var með 29 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 111-98 útisigur á Dallas Mavericks. Marcus Smart bætti við 19 stigum og Kelly Olynyk skoraði 7 af 15 stigum sínum í 12-2 spretti liðsins í lokaleikhlutanum. Yogi Ferrell skoraði 20 stig fyrir Dallas.Blake Griffin var með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar lið hans Los Angeles Clippers vann 88-72 sigur á Utah Jazz. DeAndre Jordan var með 10 stig og 13 fráköst og sonur þjálfrans, Austin Rivers, skoraði 15 stig.Mike Conley skoraði 32 stig og Marc Gasol var með 19 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 112-103 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta var þrettánda tap Brooklyn Nets í röð en Memphis vann í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 132-110 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 108-110 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 72-88 Dallas Mavericks - Boston Celtics 98-111 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-89 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 120-98 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 103-112 Miami Heat - Orlando Magic 107-116 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 99-105 Indiana Pacers - San Antonio Spurs 106-110 Portland Trail Blazers - Atlanta Hawks 104-109 (framlenging) NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Denver Nuggets bauð upp á skotsýningu í óvæntum sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Galdrakarlarnir frá Washington slökktu næstum því alveg á Russell Westbrook. Spurs innsiglaði tuttugasta tímabilið í röð þar sem liðið vinnur fleiri leiki en það tapar.Nikola Jokic var með þrennu þegar Denver Nuggets vann 132-110 sigur á Golden State Warriors en Denver jafnaði NBA-metið með því að skora 24 þriggja stiga körfur í leiknum. Jokic endaði leikinn með 17 stig, 21 frákast og 12 stoðsendingar. Nýliðinn Juancho Hernangomez skoraði 27 stig en hann skoraði alls sex þrista í leiknum. Will Barton var síðan með 24 stig og Jameer Nelson skoraði 23 stig. Á meðan Denver Nuggets liðið hitti úr 24 af 40 þriggja stiga skotum sínum fóru aðeins 8 af 32 rétta leið hjá Golden State. Stephen Curry hitti sem dæmi aðeins úr 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Denver-liðið felldi því Golde State á eigin bragði. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State Warriors, Patrick McCaw var með 19 stig og Ian Clark skoraði 18 stig. Stephen Curry skoraði hinsvegar bara 11 stig en hann klikkaði á 14 af 18 skotum sínum. Klay Thompson spilaði ekki.Kawhi Leonard skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs vann 110-106 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var 42. sigur Spurs á tímabilinu og því er það öruggt að liðið vinnur fleiri leiki en það tapar á tuttugasta tímabilinu í röð. San Antonio bætti með því NBA-met Utah Jazz frá dögum Karl Malone og John Stokckton. Liðið hefur náð þessu á öllum tímabilum frá 1997-98 sem var einmitt nýliðaár Tim Duncan. Utah var með 19 sigur-tímabil í röð frá 1985 til 2004. LaMarcus Aldridge var með 10 af 19 stigum sínum á síðustu sjö mínútunum og þeir Danny Green, Tony Parker og David Lee skoruðu allir 12 stig í leiknum. Paul George var með 27 stig hjá Indiana og Myles Turner bætti við 22 stigum.Russell Westbrook var langt undir meðaltölum sínum þegar Oklahoma City Thunder steinlág á móti Washington Wizards 120-98. Westbrook, sem er með þrennu að meðaltali, endaði með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr 5 af 19 skotum og hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu þar sem hann var með meðalskor upp á 31,2 stig í leik fyrir leikinn í nótt. Russell Westbrook spilaði reyndar ekkert eftir miðjan þriðja leikhluta en á þeim kafla klikkaði Thunder-liðið meðal annars á 24 skotum í röð. Washington vann þann kafla 32-5 þar sem Westbrook sjálfur klikkaði á níu skotum í röð. Bakverðirnir Bradley Beal og John Wall voru í aðalhlutverki hjá Washington-liðinu. Beal skoraði 22 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum en Wall var með 15 stig og 14 stoðsendingar.Isaiah Thomas var með 29 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 111-98 útisigur á Dallas Mavericks. Marcus Smart bætti við 19 stigum og Kelly Olynyk skoraði 7 af 15 stigum sínum í 12-2 spretti liðsins í lokaleikhlutanum. Yogi Ferrell skoraði 20 stig fyrir Dallas.Blake Griffin var með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar lið hans Los Angeles Clippers vann 88-72 sigur á Utah Jazz. DeAndre Jordan var með 10 stig og 13 fráköst og sonur þjálfrans, Austin Rivers, skoraði 15 stig.Mike Conley skoraði 32 stig og Marc Gasol var með 19 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 112-103 útisigur á Brooklyn Nets. Þetta var þrettánda tap Brooklyn Nets í röð en Memphis vann í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Golden State Warriors 132-110 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 108-110 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 72-88 Dallas Mavericks - Boston Celtics 98-111 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-89 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 120-98 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 103-112 Miami Heat - Orlando Magic 107-116 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 99-105 Indiana Pacers - San Antonio Spurs 106-110 Portland Trail Blazers - Atlanta Hawks 104-109 (framlenging)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti