Börsungar niðurlægðir í borg ástarinnar á Valentínusardaginn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 21:45 Ángel Di María fagnar fyrra marki sínu. Vísir/afp Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sjá meira
Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16 liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frakklandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og niðurlægðu Spánarmeistarana með 4-0 sigri á sjálfan Valentínusardaginn í borg ástarinnar. PSG-liðið var betra frá upphafi til enda og verðskuldaði sigurinn. Fyrrverandi Real Madrid-maðurinn Ángel Di María kom PSG yfir á 18. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu og þýski miðjumaðurinn Julian Draxler tvöfaldaði forskotið á 40. mínútu leiksins. Draxler er búinn að byrja frábærlega hjá PSG en hann var keyptur til liðsins í janúar frá Wolfsburg. Þetta er fimmta markið hans í átta leikjum síðan hann gekk í raðir Frakklandsmeistaranna í byrjun árs. Barcelona var enn þá inn í einvíginu og rúmlega það þrátt fyrir að vera bara 2-0 undir en Katalóníuliðið náði sér aldrei í gang og fékk á sig tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik. Ángel Di María skoraði aftur með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að heimamenn unnu boltann á miðjum vellinum og þeyttust fram. Edison Cavani innsiglaði svo 4-0 sigur með góðu skoti úr teignum og þar við sat. Samuel Umtiti var hársbreidd frá því að minnka muninn í 4-1 þegar skalli hans small í sláni en ljóst er að Börsungar eru heldur betur með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn. Þetta er jöfnun á stærsta tapi Barcelona frá upphafi í Meistaradeildinni. Börsungar töpuðu 4-0 fyrir Bayern 2013 og einnig með sama mun í frægum úrslitaleik á móti AC Milan árið 1994.1-0, Ángel Di María kemur PSG yfir: 2-0, Julian Draxler tvöfaldar forskot PSG: 3-0, Ángel Di María skorar aftur: 4-0, Edison Cavani skorar fjórða mark PSG:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sjá meira