Afbakanir og oftúlkanir Helgi Tómasson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Svíinn Hans Rosling, sem sumir kölluðu meistara tölfræðinnar, er nýlátinn. Hann var læknir að mennt og áhugamaður um tölfræði. Hann varð frægur fyrir ábendingar um afbakanir fjölmiðla á talnagögnum og hafði þannig meiri áhrif en margir fræðimenn á sviðinu. Í krassandi forsíðuefni þarf helst að vera fórnarlamb og mætti stundum ætla að meirihluti mannkyns sé í því hlutverki. Dæmi um þetta eru stöðugar vitnanir í hugtakið kynbundinn launamun þar sem gefið er í skyn að gervallt kvenkynið sé fórnarlamb mismununar af völdum karla. Ófullkomin gögn og einfaldir meðaltalsútreikningar leyfa ekki svo hrikalega ályktun. Útilokað er að slík óskynsamleg hegðun og umfangsmikil mismunun geti átt sér stað, þótt einungis sé litið til þess kostnaðar sem af henni hlytist. Gary Becker, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur fjallað um nauðsynleg skilyrði fyrir tilvist varanlegrar mismununar sem eru að kostnaður þeirra sem mismunun stunda sé lítill og að fórnarlömbin finni rækilega fyrir því. Hvorugt skilyrðið er fyrir hendi varðandi meðvitaða launamismunun milli kynja. Tölfræðiályktanir í könnunum um kynbundinn launamun byggja á því að unnt sé að skýra launamyndun með mjög einföldum breytum á borð við starfsheiti og starfsaldur. Því er síðan haldið fram að það sem ekki tekst að skýra með þessum einföldu breytistærðum sé kynjamismunun. Það sem öllu máli skiptir er að í slíkum útreikningum liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um ástæður þess að starfsfólk með sama starfsheiti og starfsaldur í mismunandi fyrirtækjum getur verið með mishá laun af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Umræða um kynbundinn launamun er alþjóðleg og byggir á oftúlkunum í gagnagreiningu. Munur á hegðun kynja er flóknari en svo að lýsa megi henni með einni tölu. Tölfræðingar skrifa ekki upp á að kynbundinn launamunur sé vitrænt hugtak á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda – þeir sem það fullyrða falla í gryfjur sem Rosling eyddi ævi sinni í að benda á.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svíinn Hans Rosling, sem sumir kölluðu meistara tölfræðinnar, er nýlátinn. Hann var læknir að mennt og áhugamaður um tölfræði. Hann varð frægur fyrir ábendingar um afbakanir fjölmiðla á talnagögnum og hafði þannig meiri áhrif en margir fræðimenn á sviðinu. Í krassandi forsíðuefni þarf helst að vera fórnarlamb og mætti stundum ætla að meirihluti mannkyns sé í því hlutverki. Dæmi um þetta eru stöðugar vitnanir í hugtakið kynbundinn launamun þar sem gefið er í skyn að gervallt kvenkynið sé fórnarlamb mismununar af völdum karla. Ófullkomin gögn og einfaldir meðaltalsútreikningar leyfa ekki svo hrikalega ályktun. Útilokað er að slík óskynsamleg hegðun og umfangsmikil mismunun geti átt sér stað, þótt einungis sé litið til þess kostnaðar sem af henni hlytist. Gary Becker, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur fjallað um nauðsynleg skilyrði fyrir tilvist varanlegrar mismununar sem eru að kostnaður þeirra sem mismunun stunda sé lítill og að fórnarlömbin finni rækilega fyrir því. Hvorugt skilyrðið er fyrir hendi varðandi meðvitaða launamismunun milli kynja. Tölfræðiályktanir í könnunum um kynbundinn launamun byggja á því að unnt sé að skýra launamyndun með mjög einföldum breytum á borð við starfsheiti og starfsaldur. Því er síðan haldið fram að það sem ekki tekst að skýra með þessum einföldu breytistærðum sé kynjamismunun. Það sem öllu máli skiptir er að í slíkum útreikningum liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um ástæður þess að starfsfólk með sama starfsheiti og starfsaldur í mismunandi fyrirtækjum getur verið með mishá laun af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Umræða um kynbundinn launamun er alþjóðleg og byggir á oftúlkunum í gagnagreiningu. Munur á hegðun kynja er flóknari en svo að lýsa megi henni með einni tölu. Tölfræðingar skrifa ekki upp á að kynbundinn launamunur sé vitrænt hugtak á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda – þeir sem það fullyrða falla í gryfjur sem Rosling eyddi ævi sinni í að benda á.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun