Viðskipti innlent

Hefja beint flug milli Prag og Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flogið verður tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum
Flogið verður tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum vísir/getty
Ungverska flugfélagið Wizz Air mun hefja beint áætlunarflug á milli Keflavíkurflugvallar og Prag í sumar.

Jómfrúarferðin ferður farin 31. maí og flogið verður tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum, samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu.

Flugfélagið, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Austur-Evrópu, flýgur nú þegar frá Keflavík til Gdansk, Varsjár og Katowice í Póllandi, Búdapest í Ungverjalandi og til Kaunas í Litháen. 


Tengdar fréttir

Wizz Air flýgur til Íslands

Flugfélagið Wizz Air hefur ákveðið að hefja flug til Íslands frá Gdansk í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×