Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 10:11 Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45