Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 10:11 Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45