Sjáðu svakalegt rothögg hjá Jouban Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:45 Jouban fagnar sigri á Richard Walsh fyrir tveimur árum. Vísir/AFP Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira
Alan Jouban verður næsti andstæðingur Gunnars Nelson eins og tilkynnt var í gær en þessi 35 ára Bandaríkjamaður er margreyndur bardagakappi. „Hann er í grunninn Thai-boxari og með brúnt belti í jiu jitsu. Hann er mjög góður og hefur unnið síðustu þrjá bardaga. Það er ekki hægt að líta framhjá svona manni,“ sagði Gunnar í samtali við íþróttadeild í gær um andstæðing sinn. Gunnar segir að sérfræðingar telja sjálfsagt að hann eigi að vinna sigur á Jouban en Gunnar ítrekar að hann beri virðingu fyrir öllum andstæðingum. „Allir bardagamenn eru hættulegir á sinn hátt og hafa sína sérstöðu. Það kemur svo bara í ljós hvernig það verður þegar maður stígur inn í hringinn.“ Jouban gerðist atvinnumaður í MMA árið 2010, þá 29 ára. Hann fór í gegnum nokkur minni bardagasambönd áður en hann fékk samning hjá UFC árið 2014. Hann byrjaði með stæl, vann Seth Baczynski á rothöggi í fyrstu lotu og fékk verðlaun fyrir besta bardaga kvöldsins. Jouban tapaði næsta bardaga, fyrir Warlley Alves á dómaraúrskurði en hefur síðan þá unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum. Eina tapið kom gegn Rússanum Albert Tumenov á UFC 192 árið 2015 á tæknilegu rothöggi. Gunnar vann einmitt sigur á Tumenov í síðasta bardaga sínum, þegar þeir mættust í Rotterdam í maí á síðasta ári. Það er því afar óvenjulegt að Gunnar skuli nú berjast við mann sem tapaði fyrir síðasta andstæðingi hans en eins og Gunnar útskýrði sjálfur þá tókst ekki að fá bardaga gegn manni sem er á meðal tíu bestu á styrkleikalista UFC í veltivigt. Sjá einnig: Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Jouban hefur sjaldan verið í sviðsljósinu og mun í fyrsta sinn eiga einn aðalbardaga kvöldsins þegar hann mætir Gunnari í Lundúnum í næsta mánuði. Fyrir tveimur árum vann hann Richard Walsh á rothöggi í fyrstu umferð á UFC 184 í Los Angeles og má sjá upptöku af þeim bardaga hér fyrir neðan, í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20 Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45 Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00 Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira
Gunnar Nelson sagður kominn með bardaga í Lundúnum Gunnar gæti snúið aftur í búrið 18. mars í öðrum af tveimur aðalbardögum kvöldsins. 13. febrúar 2017 13:20
Gunnar: Kom babb í bátinn hjá Conor Mjölnir opnar glæsilega nýja aðstöðu í Öskjuhlíð á laugardaginn en Conor McGregor verður líklega ekki á meðal gesta. 15. febrúar 2017 11:45
Gunnar: Enginn á topp tíu var laus Gunnar Nelson var búinn að bíða lengi eftir að fá bardaga og vildi ólmur komast á bardagakvöldið í London. 14. febrúar 2017 19:00
Bardagi Gunnars og Jouban staðfestur UFC hefur staðfest að Gunnar Nelson mun berjast við Alan Jouban í London þann 18. mars næstkomandi. 14. febrúar 2017 09:00