Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. Slík rannsókn gæti jafnvel farið að snúast um forsetann sjálfan og aðkomu hans að samskiptunum. Michael Flynn sagði af sér embætti þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump á mánudagskvöld, en þá höfðu New York Times og fleiri stórir fjölmiðlar sýnt fram á að hann laug til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Samtalið fór fram áður en Trump var svarinn í embætti. Þá laug Flynn einnig að Mike Pence varaforseta um málið. Sean Spicer talsmaður Hvíta hússins sagði Flynn ekki lengur hafa notið traust forsetans. „Minnkandi traust í kjölfar þessa ástands og fjölmörg önnur atvik sem orka tvímælis urðu til þess að forsetinn fór fram á afsögn Flynns hershöfðingja,“ sagði Spicer á fréttamannafundi í gærkvöldi. En Spicer sagði Hvíta húsið hafa skoðað mál Flynn daglega undanfarnar vikur og sú staðreynd undrar marga; að hann hafi fengið að gegna embætti þjóðaröryggisráðgjafa með aðgang að helstu leyndarmálum stjórnvalda í þrjár vikur. Og málið snýst ekki lengur um Flynn einan því New York Times hefur greint frá því að hleranir FBI og fleiri stofnana hafi leitt í ljós að fleiri starfsmenn í kosningabaráttu Trump hafi verið í samskiptum við starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar á sama tíma og hann hvatti til þess að rússneska leyniþjónustan brytist inn í netþjón Hillary Clinton og dreifði póstum hennar.Leyniþjónustunefndir beggja þingdeilda rannsaka Flynn Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar rannsaka nú mál Flynn. Charles Schumer leiðtogi minnihluta demókrata í öldungadeildinni segir mörgum spurningum ósvarað. „Var Flynn hershöfðingja skipað fyrir eða fékk hann heimild til að gera það sem hann gerði? Hvert var eðli og umfang þeirra samtala sem hann átti við rússneska aðila? Hverjir aðrir í stjórn Trumps, í aðdraganda að valdatöku hans og í kosningabaráttunni átti samskipti við Rússa? Og hvers vegna var Flynn hershöfðingi ekki rekinn um leið og ríkisstjórnin komst að þessu? Hvers vegna brugðust þeir fyrst við þegar þeir voru nappaðir við að afvegaleiða fjölmiðla,“ spurði Schumer. John McCain fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana hefur einnig miklar efasemdir um starfshætti Hvíta hússins undir stjórn Trump. „Ég tel að öryggismál landsins séu í hættu í höndum ríkisstjórnar Trumps. Þegar í ljós kemur að menn vita ekki hver er við stjórnina í þessu Flynn-máli þá er ljóst að víða er pottur brotinn í þjóðaröryggismálum ríkisstjórnar Trumps,“ segir McCain.Lindsey Graham annar áhrifamikill öldungadeildarþingmaður repúblikana segir ólíklegt að Flynn hafi brotið lög með því að ræða við Rússa, þótt það brjóti væntanlega hefði við forsetaskipti. „Það kemur mönnum í koll að afvegaleiða fólk um það sem maður gerði í raun. Yfirhylmingin gæti verið mun alvarlegri en gerðir þeirra,“ segir Graham, en það var einmitt þátttaka Richard Nixon í samsæri um yfirhylmingu í Watergate málinu sem varð honum endanlega að falli árið 1974.Elijah Cummings einn leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni til margra ára segir nauðsynlegt að rannsaka ásakanir gegn Flynn og öðrum starfsmönnum Trump. Hann vill vita hver vissi hvað hvenær. „Hver í Hvíta húsinu ákvað að halda að sér höndum í þrjár vikur á meðan Flynn sat á hverjum fundinum á fætur öðrum? Ákvað forsetinn að bíða? Ákvað þjóðaröryggisráðið að bíða? Það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Cummings.Trump hefur eins og oft áður svarað fyrir sig á Twitter í dag. Í einu tístinu segir hann Rússa-tengsla vitleysuna aðeins tilraun til að breiða yfir mistök Hillary Clinton í kosningabaráttunni og í öðru tísti segir hann upplýsingum lekið ólöglega til fallandi New York Times og Washington Post frá leyniþjónustustofnunum, alveg eins og í Rússlandi.Trump segir Flynn órétti beittan Forsetinn hefur hefnt sín á stóru fjölmiðlunum eins og CNN og New York Times með því að taka ekki spurningar frá þeim á fréttamannafundum að undanförnu. Á fundi með fréttamönnum síðdegis þar sem hann tók á móti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, tók Trump eingöngu við spurningum frá íhaldssömum fjölmiðlum sem teljast langt til hægri. Fréttamaður CBN, Christian Broadcasting Network, spurði forsetan út brottrekstur Flynn. „Flynn hershöfðingi er dásamlegur maður. Ég tel að hann hafi fengið afar slæma og ósanngjarna útreið í fjölmiðlum, sem ég kalla falsfjölmiðla í mörgum tilvikum. Það er mjög sorglegt að horfa upp á þessa slæmu útreið á honum. Auk þess hafa leyniskjölum og öðru verið lekið. Það er glæpsamlegur gerningur sem varðar við lög og hefur verið við lýði um langa hríð áður en ég kom til skjalanna. En nú er þetta í algleymingi. Fólk er að reyna að hylma yfir hræðilegt tap sem Demókratar biðu með Hillary Clinton í forystu. Það er afar ósanngjarnt að horfa upp á það sem gerðist í máli Flynns og meðferðina á honum ásamt skjölunum sem var lekið ólöglega, og ég legg áherslu á hugtakið lekið ólöglega,“ sagði Donald Trump í Hvíta húsinu nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. Slík rannsókn gæti jafnvel farið að snúast um forsetann sjálfan og aðkomu hans að samskiptunum. Michael Flynn sagði af sér embætti þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump á mánudagskvöld, en þá höfðu New York Times og fleiri stórir fjölmiðlar sýnt fram á að hann laug til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington um refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Samtalið fór fram áður en Trump var svarinn í embætti. Þá laug Flynn einnig að Mike Pence varaforseta um málið. Sean Spicer talsmaður Hvíta hússins sagði Flynn ekki lengur hafa notið traust forsetans. „Minnkandi traust í kjölfar þessa ástands og fjölmörg önnur atvik sem orka tvímælis urðu til þess að forsetinn fór fram á afsögn Flynns hershöfðingja,“ sagði Spicer á fréttamannafundi í gærkvöldi. En Spicer sagði Hvíta húsið hafa skoðað mál Flynn daglega undanfarnar vikur og sú staðreynd undrar marga; að hann hafi fengið að gegna embætti þjóðaröryggisráðgjafa með aðgang að helstu leyndarmálum stjórnvalda í þrjár vikur. Og málið snýst ekki lengur um Flynn einan því New York Times hefur greint frá því að hleranir FBI og fleiri stofnana hafi leitt í ljós að fleiri starfsmenn í kosningabaráttu Trump hafi verið í samskiptum við starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar á sama tíma og hann hvatti til þess að rússneska leyniþjónustan brytist inn í netþjón Hillary Clinton og dreifði póstum hennar.Leyniþjónustunefndir beggja þingdeilda rannsaka Flynn Leyniþjónustunefndir bæði fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar rannsaka nú mál Flynn. Charles Schumer leiðtogi minnihluta demókrata í öldungadeildinni segir mörgum spurningum ósvarað. „Var Flynn hershöfðingja skipað fyrir eða fékk hann heimild til að gera það sem hann gerði? Hvert var eðli og umfang þeirra samtala sem hann átti við rússneska aðila? Hverjir aðrir í stjórn Trumps, í aðdraganda að valdatöku hans og í kosningabaráttunni átti samskipti við Rússa? Og hvers vegna var Flynn hershöfðingi ekki rekinn um leið og ríkisstjórnin komst að þessu? Hvers vegna brugðust þeir fyrst við þegar þeir voru nappaðir við að afvegaleiða fjölmiðla,“ spurði Schumer. John McCain fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana hefur einnig miklar efasemdir um starfshætti Hvíta hússins undir stjórn Trump. „Ég tel að öryggismál landsins séu í hættu í höndum ríkisstjórnar Trumps. Þegar í ljós kemur að menn vita ekki hver er við stjórnina í þessu Flynn-máli þá er ljóst að víða er pottur brotinn í þjóðaröryggismálum ríkisstjórnar Trumps,“ segir McCain.Lindsey Graham annar áhrifamikill öldungadeildarþingmaður repúblikana segir ólíklegt að Flynn hafi brotið lög með því að ræða við Rússa, þótt það brjóti væntanlega hefði við forsetaskipti. „Það kemur mönnum í koll að afvegaleiða fólk um það sem maður gerði í raun. Yfirhylmingin gæti verið mun alvarlegri en gerðir þeirra,“ segir Graham, en það var einmitt þátttaka Richard Nixon í samsæri um yfirhylmingu í Watergate málinu sem varð honum endanlega að falli árið 1974.Elijah Cummings einn leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni til margra ára segir nauðsynlegt að rannsaka ásakanir gegn Flynn og öðrum starfsmönnum Trump. Hann vill vita hver vissi hvað hvenær. „Hver í Hvíta húsinu ákvað að halda að sér höndum í þrjár vikur á meðan Flynn sat á hverjum fundinum á fætur öðrum? Ákvað forsetinn að bíða? Ákvað þjóðaröryggisráðið að bíða? Það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Cummings.Trump hefur eins og oft áður svarað fyrir sig á Twitter í dag. Í einu tístinu segir hann Rússa-tengsla vitleysuna aðeins tilraun til að breiða yfir mistök Hillary Clinton í kosningabaráttunni og í öðru tísti segir hann upplýsingum lekið ólöglega til fallandi New York Times og Washington Post frá leyniþjónustustofnunum, alveg eins og í Rússlandi.Trump segir Flynn órétti beittan Forsetinn hefur hefnt sín á stóru fjölmiðlunum eins og CNN og New York Times með því að taka ekki spurningar frá þeim á fréttamannafundum að undanförnu. Á fundi með fréttamönnum síðdegis þar sem hann tók á móti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, tók Trump eingöngu við spurningum frá íhaldssömum fjölmiðlum sem teljast langt til hægri. Fréttamaður CBN, Christian Broadcasting Network, spurði forsetan út brottrekstur Flynn. „Flynn hershöfðingi er dásamlegur maður. Ég tel að hann hafi fengið afar slæma og ósanngjarna útreið í fjölmiðlum, sem ég kalla falsfjölmiðla í mörgum tilvikum. Það er mjög sorglegt að horfa upp á þessa slæmu útreið á honum. Auk þess hafa leyniskjölum og öðru verið lekið. Það er glæpsamlegur gerningur sem varðar við lög og hefur verið við lýði um langa hríð áður en ég kom til skjalanna. En nú er þetta í algleymingi. Fólk er að reyna að hylma yfir hræðilegt tap sem Demókratar biðu með Hillary Clinton í forystu. Það er afar ósanngjarnt að horfa upp á það sem gerðist í máli Flynns og meðferðina á honum ásamt skjölunum sem var lekið ólöglega, og ég legg áherslu á hugtakið lekið ólöglega,“ sagði Donald Trump í Hvíta húsinu nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira