Trump sakar fjölmiðla um blint hatur Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Trump undirritaði lagafrumvarp sem léttir af olíufyrirtækjum þeirri kvöð að þurfa að gera grein fyrir peningum sem þau greiða til erlendra stjórnvalda. vísir/epa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bandarísku leyniþjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hillary Clinton gerði í kosningabaráttunni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenningum. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn meðan kosningabaráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyniþjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í samvinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítarlega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamaðurinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Sjá meira