Enski boltinn

Martröð Arsenal-liðsins í tölum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal er enn einu sinni á leiðinni út úr Meistaradeildinni í sextán liða úrslitum en það er nokkuð ljóst þótt að liðið eigi enn eftir heimaleikinn sinn.

Arsenal tapaði 5-1 á móti Bayern München í fyrri leik liðanna á Allianz Arena í München í gærkvöldi.

Staðan var reyndar 1-1 í leiknum sem hefðu verið fín úrslit fyrir lærisveina Arsene Wenger en liðið fékk á sig fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að fyrirliðinn og miðvörðurinn Laurent Koscielny fór meiddur af velli.

„Þriðja markið þeirra drap okkur. Við áttum ekkert svart eftur það. Síðustu 25 mínúturnar voru martröð fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger eftir leikinn.

Arsene Wenger var afar stuttorður eftir leikinn enda hefur hann séð þetta gerast alltof of oft í Meistaradeildinni undanfarin ár.

BBC tók saman nokkrar vandræðalegar tölur fyrir Arsenal og má sjá þær hér fyrir neðan.  Það er síðan hægt að sjá mörkin úr leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.



Niðurlæging Arsenal í tölum

3+

Mörk sem Arsenal hefur fengið á sig í fjórum af síðustu sex fyrri leikjum liðsins í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

4

Fyrsta sinn frá því í mars 2014 sem Arsenal fær á sig fjögur mörk í einum hálfleik eða síðan í leik á móti Chelsea.

5

Flest mörk sem Arsenal hefur fengið á sig í fyrri leik  í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

5-1

Úrslitin í tveimur síðustu heimsóknum Arsenal-liðsins á Allianz Arena í München

3 á 10

Arsenal fékk á sig þrjú mörk á milli 53. og 63. mínútu leiksins þar af skoraði Thiago Alcântara tvö þeirra.  Arsenal hefur aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk á svo stuttum tíma.

8

Bayern München hefur skoraði átta mörk í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Arsenal í Meistaradeildinni.

25,8

Prósentuhlutfallið sem Arsenal-liðið var með boltann í leiknum á móti Bayern München í gær.

2:57

Lengdin á blaðamannafundi Arsene Wenger eftir leikinn í gær eða nánast sami tími og milli annars og þriðja marks Bayern í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×