Íhuga að senda þjóðvarðliðið á innflytjendur Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörgu að snúast undanfarið. Nordicphotos/AFP Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið skoðað hvort kalla eigi út tugi þúsunda þjóðvarðliða til þess að smala saman skilríkjalausum innflytjendum. AP-fréttastofan fullyrðir þetta og vísar í ellefu blaðsíðna minnisblað Trump-stjórnarinnar, sem dagsett er 25. janúar og John Kelly heimavarnaráðherra er sagður hafa sett saman. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, ber þetta reyndar til baka og segir það ábyrgðarleysi að tala um þetta, en neitaði því ekki að einhvern tímann hafi þetta komið til tals. Samkvæmt minnisblaðinu er hugmyndin að kalla út þjóðvarðliða í ellefu ríkjum Bandaríkjanna, bæði þeim sem liggja næst mexíkósku landamærunum og einnig í ríkjum lengra frá landamærunum. Þjóðvarðliðin eru ekki undir stjórn alríkisins heldur lúta ríkisstjórum hvers ríkis, þannig að í minnisblaðinu er gert ráð fyrir því að ríkisstjórar ríkjanna ellefu þyrftu að samþykkja útkallið. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið yrðu kölluð til að sinna landamæragæslu og eftirliti með innflytjendum, en aldrei í jafn viðamiklum aðgerðum. Samkvæmt minnisblaðinu gæti þurft að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða. Eitt af kosningaloforðum Trumps var að reka úr landi ólöglega innflytjendur. Nokkuð var þó á reiki í málflutningi hans hvort það átti að þýða að allir skilríkjalausir innflytjendur yrðu gerðir brottrækir, en alls eru þeir um ellefu milljónir talsins í Bandaríkjunum. Trump hefur verið iðinn við að efna kosningaloforð á fyrstu vikum sínum í embætti, en framkvæmdin hefur stundum þótt flausturskennd og mætt andstöðu, jafnvel úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins. Þá þurfti Trump að biðja Michael Flynn, sem hann hafði gert að þjóðaröryggisráðgjafa sínum, að segja af sér síðastliðinn mánudag vegna þess að hann hafði sagt Mike Pence ósatt um samskipti sín við rússneska ráðamenn. Á blaðamannafundi á fimmtudag sagðist Trump ekki telja að Flynn hafi gert neitt rangt annað en að segja Pence ósatt. Samskiptin við rússneska ráðamenn hafi ekki verið aðfinnsluverð. Á sama blaðamannafundi sagðist Trump svo hafa ákveðið að fela embættið öðrum herforingja, Robert Harward, en stuttu síðar sagðist Harward ekki hafa áhuga. Í gær skýrði Trump svo frá því að hann væri með fjóra aðra menn í huga, þar á meðal herforingjann Keith Kellog sem Trump fékk til að sinna embættinu tímabundið eftir að Flynn hætti þangað til að varanlegur eftirmaður hans fyndist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira