„Þetta er búið að taka á“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 11:56 Frá undirrituninni. vísir/ásgeir Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37