Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 11:22 Kim Jong-nam var elsti sonur Kim Jong-il. Vísir/afp Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. Telur malasíska lögreglan þetta vera til marks um að morðið hafi verið skipulagt af norður-kóreskum yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef Reuters.Alls hafa fjórir verið handteknir í tengslum við málið en hálfbróðirinn, Kim Jong-nam, var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Einn norður-kóreskur ríkisborgari er í haldi sem og tvær konur, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. „Við höfum trú á því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi staðið hér að baki í ljósi þess að 5 hinna grunuðu eru frá Norður-Kóreu," sagði talsmaður nágranna þeirra í suðri á blaðamannafundi í dag.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-namKollegi hans í Malasíu segir að unnið sé náið með Interpol svo hafa megi upp á þeim 4 sem flúðu landið skömmu eftir morðið. „Næsta mál á dagskrá er að ná þeim.“ Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað varð Kim Jong-nam að bana en nú er beðið niðurstaðna úr eiturefnarannsókn. Lögreglan telur þó að eitthvað efni sem komið hafði verið fyrir í vasaklút sem önnur kvennanna sem er í haldi bar að munni hans hafi dregið Jong-nam til dauða. Óstaðfestar fregnir herma að konan hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il. 14. febrúar 2017 12:54 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. Telur malasíska lögreglan þetta vera til marks um að morðið hafi verið skipulagt af norður-kóreskum yfirvöldum. Þetta kemur fram á vef Reuters.Alls hafa fjórir verið handteknir í tengslum við málið en hálfbróðirinn, Kim Jong-nam, var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Einn norður-kóreskur ríkisborgari er í haldi sem og tvær konur, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. „Við höfum trú á því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi staðið hér að baki í ljósi þess að 5 hinna grunuðu eru frá Norður-Kóreu," sagði talsmaður nágranna þeirra í suðri á blaðamannafundi í dag.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-namKollegi hans í Malasíu segir að unnið sé náið með Interpol svo hafa megi upp á þeim 4 sem flúðu landið skömmu eftir morðið. „Næsta mál á dagskrá er að ná þeim.“ Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað varð Kim Jong-nam að bana en nú er beðið niðurstaðna úr eiturefnarannsókn. Lögreglan telur þó að eitthvað efni sem komið hafði verið fyrir í vasaklút sem önnur kvennanna sem er í haldi bar að munni hans hafi dregið Jong-nam til dauða. Óstaðfestar fregnir herma að konan hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il. 14. febrúar 2017 12:54 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Hálfbróðir Kim Jong-un sagður hafa verið myrtur í Malasíu Suður-kóreskir fjölmiðlar segja útsendara Norður-Kóreustjórnar hafa eitrað fyrir Kim Jong Nam, sem var sonur fyrrverandi leiðtogans Kim Jong-il. 14. febrúar 2017 12:54
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48
Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39