Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Á áttundu milljón manna búa í Hong Kong sem er í kallfæri við Kína – eins og myndin sýnir. vísir/epa Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira