Lífið

Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega smekkleg eign.
Virkilega smekkleg eign. vísir
Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna.

Húsið er staðsett í úthverfi New York borgar en hverfið er einstaklega fallegt og búa margar heimsfrægar stjörnur í grenndinni. Þar má meðal annars nefna Bill Murray, Mikhail Baryshnikov og Al Pacino.

Björk fjárfesti í eigninni árið 2002 og borgaði þá 1,4 milljónir dollara fyrir. Húsið er 280 fermetrar að stærð og eru alls fjögur svefnherbergi inni í því og þrjú baðherbergi. Húsið er staðsett í Palisades í New York.

Björk á enn penthouse íbúð í Brooklyn Heights sem hún keypti með Matthew Barney, fyrrum eiginmanni sínum, árið 2009. Eignin kostaði 4,25 milljónir dollara eða því sem samsvarar um fimm hundruð milljónir íslenskar. Björk keypti Barney út á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×