NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 23:30 Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira