Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 19:00 Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira
Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira