Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 09:00 Donald Trump og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira