Við getum þetta! María Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Allsherjarátakið meistaramánuður stendur nú yfir. Allsherjarátök eru eins og sniðin fyrir samhenta og einsleita þjóð með mikla reynslu af vertíðarvinnu eins og Íslendinga. Fjölmargir taka þátt og ætla að nota febrúar til þess að bæta sig. Elda hollan mat, heimsækja ættingja og spara pening. Ég er engin undantekning, enda alvöru íslensk hópsál. Ég setti mér það markmið um áramótin að fara aftur á fallegum handahlaupum árið 2018 og til þess þarf ég aðeins að æfa mig. Síðustu handahlaup mín voru í Astrid Lindgren skemmtigarðinum í Svíþjóð sumarið 2012 og þó að allir sem að þeim urðu vitni hafi jafnað sig, held ég að eins árs æfingatími sé viðeigandi. Ég ætla að nota meistaramánuð til þess að æfa mig á hverjum degi, nokkuð sem ég hef ekki gert síðan ég strengdi áramótaheitið. Sum meistaramarkmið geta haft jákvæðar afleiðingar fyrir fleiri en okkur sjálf. Til dæmis gætu allir sett sér það markmið í meistaramánuði að nauðga engum. Ég hef lesið að þegar manneskjur eru búnar að gera sama hlutinn 21 dag í röð séu verulegar líkur á að það hafi varanlega áhrif og verði auðveldlega hluti af daglegri rútínu í framhaldinu. Það eru 28 dagar í febrúar, svo meistaramánuður ætti akkúrat að duga. Fyrir suma verður þetta mjög auðvelt af því að þeir eru ekkert að nauðga. Þetta verður erfiðara fyrir aðra. Það væri betra ef enginn þyrfti að hafa nokkuð fyrir því að ná þessu markmiði. Það væri best ef okkur gengi svo vel í meistaramánuði að það tækist að gera nauðgunarlausan lífsstíl að sjálfsögðum hluti í lífi okkar allra. Er það ekki bara? Koma svo meistarar!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Meistaramánuður Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Allsherjarátakið meistaramánuður stendur nú yfir. Allsherjarátök eru eins og sniðin fyrir samhenta og einsleita þjóð með mikla reynslu af vertíðarvinnu eins og Íslendinga. Fjölmargir taka þátt og ætla að nota febrúar til þess að bæta sig. Elda hollan mat, heimsækja ættingja og spara pening. Ég er engin undantekning, enda alvöru íslensk hópsál. Ég setti mér það markmið um áramótin að fara aftur á fallegum handahlaupum árið 2018 og til þess þarf ég aðeins að æfa mig. Síðustu handahlaup mín voru í Astrid Lindgren skemmtigarðinum í Svíþjóð sumarið 2012 og þó að allir sem að þeim urðu vitni hafi jafnað sig, held ég að eins árs æfingatími sé viðeigandi. Ég ætla að nota meistaramánuð til þess að æfa mig á hverjum degi, nokkuð sem ég hef ekki gert síðan ég strengdi áramótaheitið. Sum meistaramarkmið geta haft jákvæðar afleiðingar fyrir fleiri en okkur sjálf. Til dæmis gætu allir sett sér það markmið í meistaramánuði að nauðga engum. Ég hef lesið að þegar manneskjur eru búnar að gera sama hlutinn 21 dag í röð séu verulegar líkur á að það hafi varanlega áhrif og verði auðveldlega hluti af daglegri rútínu í framhaldinu. Það eru 28 dagar í febrúar, svo meistaramánuður ætti akkúrat að duga. Fyrir suma verður þetta mjög auðvelt af því að þeir eru ekkert að nauðga. Þetta verður erfiðara fyrir aðra. Það væri betra ef enginn þyrfti að hafa nokkuð fyrir því að ná þessu markmiði. Það væri best ef okkur gengi svo vel í meistaramánuði að það tækist að gera nauðgunarlausan lífsstíl að sjálfsögðum hluti í lífi okkar allra. Er það ekki bara? Koma svo meistarar!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun