Akureyringar koma vel undan HM-fríinu | Unnu Valsmenn sannfærandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 19:29 Kristján Orri Jóhannsson. Vísir/Andri Marinó Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira