Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:45 Logi Ólafsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon verða fastagestir á skjánum í Pepsi-mörkunum í sumar. vísir/eyþór Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira