Skotsilfur Markaðarins: Konurnar að taka yfir og stjórnarbreytingar í vændum hjá Arion RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. febrúar 2017 14:00 Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira