Innlent

Líklegt að flugvélin hafi spunnið til jarðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá björgunarstarfi á vettvangi 12. nóvember 2015.
Frá björgunarstarfi á vettvangi 12. nóvember 2015. Vísir/Ernir
Flest bendir til þess að flugvélin sem hrapaði til jarðar suðvestur af Hafnarfirði í nóvember 2015 hafi spunnið til jarðar. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar fyrir áramót. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að slys á sömu tegund flugvélar urðu í Póllandi og Ungverjalandi í mars og apríl 2016 þar sem ummerki benda til þess að vélarnar hafi sömuleiðis spunnið til jarðar.

Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF.WIKI COMMONS
Tveir létust í flugslysinu fyrir rúmu ári en um borð í flugvélinni voru tveir reyndir flugkennarar. Um æfingaflug var að ræða þarsem annar kennarinn hugðist öðlast kennsluréttindi á þessa tegund vélar. Vélin hét TF-IFC og var af gerðinni Tecnam P2002JF.

Fulltrúar frá Íslandi, Póllandi og Ungverjalandi, ásamt fulltrúm frá framleiðanda flugvélarinnar og rannsóknarnefnd flugslysa á Ítalíu, þar sem vélin er framleidd, skoða nú hvort atvikin séu hliðstæð.

RNSA hefur bent flugrekandanum, Flugskóla Íslands, á að framkvæmda ekki æfingar sem gætu leitt til spuna á þessari tegund flugvéla þar til frekari niðurstöður liggja fyrir.

Fram kom fyrir rúmu ári að Flugskóli Íslands ræki fimm slíkar flugvélar. Ein var tekin í notkun árið 2014, tvær árið 2015 og svo tvær í nóvember, skömmu áður en slysið varð. Um aðra þeirra véla var að ræða.

 


Tengdar fréttir

Tveir létust í flugslysi

Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×