Slökkt verður á götuljósum í miðborg Reykjavíkur í kvöld á mili klukkan níu og tíu. Er það gert til að vekja athygli á hugmyndinni um myrkurgæði og gera fólki kleift að upplifa himinhvolfið í sinni tærustu mynd.
Myrkvunin er er lokaviðburður Vetrarhátíðar sem haldin var um helgina. Rafmagn verður ekki tekið af íbúðarhúsnæði og fólk er í sjálfsvald sett hvort það slekkur ljósin á áðurnefndum tíma eður ei.
Þá er það tekið fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar að þessi myrkvun hafi engin áhrif á öryggiskerfi og þá verða öll umferðarljós í borginni virk.
Innlent