Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Hefðbundin upplýsingaskilti virðast ekki ná tilætluðum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira