Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 04:00 Björgunarsveitarfólk leitaði á sunnanverðum Reykjanesskaganum í gær að fatnaði og farsíma Birnu. Ekki er áætlað að halda leit áfram í dag. Fréttablaðið/GunnarAtli Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33