NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 08:30 Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103 NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti