Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 29-21 | Stjarnan fer vel af stað eftir HM-fríið Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni í Garðabæ skrifar 6. febrúar 2017 21:30 Ólafur Gústafsson skoraði átta mörk. vísir/anton Stjarnan vann öruggan sigur á Fram, 29-21, þegar liðin mættust í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan er búin að vinna báða leiki sína eftir HM-fríið og er komin upp í 7. sæti deildarinnar. Þá er Stjarnan komin með betri stöðu í innbyrðis viðureignunum gegn Fram sem gæti skipt miklu þegar talið verður upp úr kössunum í byrjun apríl. Fram hefur fengið tvo skelli eftir fríið og með sama áframhaldi bíður liðsins fall í 1. deild. Fram byrjaði leikinn miklu betur og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 0-3, gestunum í vil. Stjörnumenn svöruðu með þremur mörkum í röð og jöfnuðu metin í 3-3 og svo 4-4. Ólafur Gústafsson byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. Hinum megin var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson atkvæðamikill en hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö af þremur fyrstu mörkum Fram í leiknum en var skelfilegur það sem eftir var og klúðraði m.a. sex skotum í röð í fyrri hálfleik. Eftir 15 mínútna leik var staðan jöfn, 6-6, og eftir 20 mínútur var munurinn aðeins eitt mark, 9-8. En Stjarnan vann síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks 7-3 og fór með fimm marka forskot til búningsherbergja, 16-11. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri. Vörnin var gríðarlega sterk og gestirnir áttu í mestu vandræðum með að ná almennilegum skotum á markið. Þegar það tókst var Sveinbjörn Pétursson oftar en ekki í veginum en hann varði 21 skot í leiknum, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hinum megin varði hinn stórefnilegi Viktor Gísli Hallgrímsson 13 skot (34%) en hann fékk litla hjálp frá varnarmönnum Fram í leiknum. Ólafur skoraði þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og eftir níu mínútur var munurinn orðinn níu mörk, 21-12, og úrslitin í raun ráðin. Stjörnumenn gerðu ótal mistök seinni hluta seinni hálfleiks en það gerði ekkert til. Munurinn var einfaldlega of mikill. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Ólafur var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk og það er þvílík búbót fyrir Garðbæinga að hafa endurheimt hann úr meiðslum. Gunnar Valdimar Johnsen og Ari Magnus Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor. Þorsteinn Gauti skoraði átta mörk fyrir Fram.Einar: Sjá allir hvað Ólafur getur í handbolta Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega sáttur með átta marka sigurinn á Fram í kvöld. „Ég er virkilega ánægður að vinna með átta mörkum. Frammistaðan var lengst af mjög góð, þannig að ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar. „Mér fannst við góðir eiginlega allan leikinn. Við náðum nokkuð mörgum stoppum og keyrðum hraðaupphlaup. Svo var sóknarleikurinn mjög góður, við sköpuðum okkur færi nánast í hverri sókn. Við fórum mjög sáttir inn í hálfleik og mættum gríðarlega einbeittir til leiks í seinni hálfleik og ætluðum okkur sigurinn.“ Það var þó greinilegt, hverjum sem á horfði, að Einar var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna á lokakafla leiksins. „Við erum að reyna að halda okkar skipulagi. Ég var líka að hugsa um markamuninn. Við töpuðum fyrsta leiknum með fjórum og þurftum því að vinna með fimm hérna til að eiga innbyrðis viðueignina gegn Fram. Ég vil að menn séu einbeittir í 60 mínútur,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson spilaði stórvel í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði átta mörk. En hversu miklu máli skiptir að hafa endurheimt hann? „Það er ótrúlegt, hann var frábær í kvöld. Það breytir miklu fyrir okkur og hefur dómínóáhrif inn í liðið, bæði í vörn og sókn. Allir sem voru hérna í dag sjá hvað hann getur í handbolta,“ sagði Einar að endingu.Guðmundur Helgi: Þetta var hræðilegt Það var þungt hljóðið í Guðmundi Helga Pálssyni, þjálfara Fram, eftir tapið í Garðabænum í kvöld. „Allt, gjörsamlega allt,“ sagði Guðmundur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leiknum. „Við mættum ekki til leiks. Þeir skora að vild, Bubbi [Sveinbjörn Pétursson] ver að vild. Ég tek ekkert af Stjörnunni, þeir voru mjög góðir, en við vorum að gefa þeim þetta frá upphafi. Þetta var hræðilegt,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Þeir skora alltof auðveld mörk og við erum með 15 tapaða bolta í leiknum. Það er ekki hægt að vinna neitt lið með þessari frammistöðu.“ Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði vel í marki Fram en gaf eftir í samræmi við versandi varnarleik gestanna. „Ég vorkenndi honum bara. Við vorum samtals með 14 bolta varða svo það er ekki hægt að kenna því um. En þegar hann fær enga hjálp er ekki hægt að gera neitt. Við þurfum að skoða þetta. Þetta er vinna og við höldum áfram,“ sagði Guðmundur. Fram hefur tapað báðum leikjum sínum eftir HM-fríið stórt. En hvað þarf Guðmundur að gera til að rífa sína menn aftur í gang? „Ég veit það ekki, það er ósköp einfalt. En við förum bara yfir þetta. Það þýðir ekkert að væla. Það er bikar næst og þar er góður möguleiki til að rífa okkur upp á rassgatinu. Ég veit við kunnum að spila handbolta en það vantar bara smá pepp, smá neista og þá kemur þetta,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á Fram, 29-21, þegar liðin mættust í 18. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan er búin að vinna báða leiki sína eftir HM-fríið og er komin upp í 7. sæti deildarinnar. Þá er Stjarnan komin með betri stöðu í innbyrðis viðureignunum gegn Fram sem gæti skipt miklu þegar talið verður upp úr kössunum í byrjun apríl. Fram hefur fengið tvo skelli eftir fríið og með sama áframhaldi bíður liðsins fall í 1. deild. Fram byrjaði leikinn miklu betur og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 0-3, gestunum í vil. Stjörnumenn svöruðu með þremur mörkum í röð og jöfnuðu metin í 3-3 og svo 4-4. Ólafur Gústafsson byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. Hinum megin var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson atkvæðamikill en hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö af þremur fyrstu mörkum Fram í leiknum en var skelfilegur það sem eftir var og klúðraði m.a. sex skotum í röð í fyrri hálfleik. Eftir 15 mínútna leik var staðan jöfn, 6-6, og eftir 20 mínútur var munurinn aðeins eitt mark, 9-8. En Stjarnan vann síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks 7-3 og fór með fimm marka forskot til búningsherbergja, 16-11. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri. Vörnin var gríðarlega sterk og gestirnir áttu í mestu vandræðum með að ná almennilegum skotum á markið. Þegar það tókst var Sveinbjörn Pétursson oftar en ekki í veginum en hann varði 21 skot í leiknum, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hinum megin varði hinn stórefnilegi Viktor Gísli Hallgrímsson 13 skot (34%) en hann fékk litla hjálp frá varnarmönnum Fram í leiknum. Ólafur skoraði þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og eftir níu mínútur var munurinn orðinn níu mörk, 21-12, og úrslitin í raun ráðin. Stjörnumenn gerðu ótal mistök seinni hluta seinni hálfleiks en það gerði ekkert til. Munurinn var einfaldlega of mikill. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Ólafur var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk og það er þvílík búbót fyrir Garðbæinga að hafa endurheimt hann úr meiðslum. Gunnar Valdimar Johnsen og Ari Magnus Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor. Þorsteinn Gauti skoraði átta mörk fyrir Fram.Einar: Sjá allir hvað Ólafur getur í handbolta Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega sáttur með átta marka sigurinn á Fram í kvöld. „Ég er virkilega ánægður að vinna með átta mörkum. Frammistaðan var lengst af mjög góð, þannig að ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar. „Mér fannst við góðir eiginlega allan leikinn. Við náðum nokkuð mörgum stoppum og keyrðum hraðaupphlaup. Svo var sóknarleikurinn mjög góður, við sköpuðum okkur færi nánast í hverri sókn. Við fórum mjög sáttir inn í hálfleik og mættum gríðarlega einbeittir til leiks í seinni hálfleik og ætluðum okkur sigurinn.“ Það var þó greinilegt, hverjum sem á horfði, að Einar var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna á lokakafla leiksins. „Við erum að reyna að halda okkar skipulagi. Ég var líka að hugsa um markamuninn. Við töpuðum fyrsta leiknum með fjórum og þurftum því að vinna með fimm hérna til að eiga innbyrðis viðueignina gegn Fram. Ég vil að menn séu einbeittir í 60 mínútur,“ sagði Einar. Ólafur Gústafsson spilaði stórvel í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði átta mörk. En hversu miklu máli skiptir að hafa endurheimt hann? „Það er ótrúlegt, hann var frábær í kvöld. Það breytir miklu fyrir okkur og hefur dómínóáhrif inn í liðið, bæði í vörn og sókn. Allir sem voru hérna í dag sjá hvað hann getur í handbolta,“ sagði Einar að endingu.Guðmundur Helgi: Þetta var hræðilegt Það var þungt hljóðið í Guðmundi Helga Pálssyni, þjálfara Fram, eftir tapið í Garðabænum í kvöld. „Allt, gjörsamlega allt,“ sagði Guðmundur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leiknum. „Við mættum ekki til leiks. Þeir skora að vild, Bubbi [Sveinbjörn Pétursson] ver að vild. Ég tek ekkert af Stjörnunni, þeir voru mjög góðir, en við vorum að gefa þeim þetta frá upphafi. Þetta var hræðilegt,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Þeir skora alltof auðveld mörk og við erum með 15 tapaða bolta í leiknum. Það er ekki hægt að vinna neitt lið með þessari frammistöðu.“ Viktor Gísli Hallgrímsson byrjaði vel í marki Fram en gaf eftir í samræmi við versandi varnarleik gestanna. „Ég vorkenndi honum bara. Við vorum samtals með 14 bolta varða svo það er ekki hægt að kenna því um. En þegar hann fær enga hjálp er ekki hægt að gera neitt. Við þurfum að skoða þetta. Þetta er vinna og við höldum áfram,“ sagði Guðmundur. Fram hefur tapað báðum leikjum sínum eftir HM-fríið stórt. En hvað þarf Guðmundur að gera til að rífa sína menn aftur í gang? „Ég veit það ekki, það er ósköp einfalt. En við förum bara yfir þetta. Það þýðir ekkert að væla. Það er bikar næst og þar er góður möguleiki til að rífa okkur upp á rassgatinu. Ég veit við kunnum að spila handbolta en það vantar bara smá pepp, smá neista og þá kemur þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira