Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:30 Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00