Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 14:30 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. Vísir Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Sverrir Einar Eiríksson er eigandi byggingafélagsins Þaks. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þetta sé ekki skynsamleg lausn fyrir fólk. „Þetta er að minnsta kosti hættuleg þróun fyrir lántakendur. Ég held það sé mjög mikilvægt ða þegar fólk kaupir sína fyrstu eign þá eigi menn eitthvað eiginfé. Það er bara mjög skynsamlegt að byrja sín kaup þannig,“ sagði Benedikt í viðtali við fréttastofu í gær.Sjá einnig:Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi, en aðspurður vill hann ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru. „Það eru bara aðilar sem hafa haft samband við mig, spyrji hvernig gangi og lýst vel á að halda áfram með þetta. En svo veit ég svosem ekki hvað þeir ætla að gera. Mér finnst umræðan í kringum þetta vera svolítið sérkennileg,“ segir Sverrir í samtali við Vísi.Rætt var við Sverri í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Sverrir á að baki nokkuð viðburðaríkan feril. Á árunum fyrir hrun rak Sverrir starfsmannaleiguna Proventus ehf. Í júlí árið 2009 varð fyrirtækið gjaldþrota. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Lífeyrissjóðurinn Gildi gerði kröfuna í búið en skuldin var upp á rúmlega 40 milljónir króna. Í kjölfarið kærði Sverrir sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð áGull, demantar og Síerra Leóne Frá efnahagshruninu árið 2008 var hann gullkaupamaður og rak verslunina Kaupum gull. Félagið bauð veðlán allt frá 100 þúsund krónum upp að 100 milljónum króna. Árið 2009 hélt Sverrir til Afríku, þar sem hann stundaði demantaviðskipti. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne,“ sagði Sverrir árið 2014. Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. Sverrir segist vera meðvitaður um ímynd demantaframleiðslu í Síerra Leóne, til að mynda að þar séu seldir svokallaðir blóðdemantar. Hann segist þó hafa haft öll tilskilin leyfi til demantakaupa. „Það er ágætt að taka það fram að ég var þar 2009-2011. Ég var þar með breskum félaga mínum og við vorum þar bæði í demantakaupum og lánarekstri og við vorum þar að sjálfsögðu með öll tilskilin leyfi til að stunda þau viðskipti og þau viðskipti voru alveg lögmæt,“ segir Sverrir. „Við fluttum út alla demanta, borguðum alla skatta og fengum Kimberley vottun.“ Kimberley vottunarferlinu var hrint af stað af Sameinuðu þjóðunum árið 2003 til að koma í veg fyrir að blóðdemantar kæmust í umferð. Árið 2012 hóf Sverrir aftur að kaupa gull af Íslendingum og opnaði skrifstofu í Kringlunni. Viðskiptavinir hans gátu komið með gull, demanta og málverk og lánaði hann þeim peninga út á það.Hraðpeningar og skaðabæturSverrir var einn stofneiganda smálánafyrirtækisins Hraðpeninga árið 2009. Árið 2015 stefndi Sverrir Hraðpeningum ehf., Skorra Rafni Rafnssyni og Kýpverska félaginu Jumdon Micro Finance Ltd. og vildi fá þriðjungs eignarhlut sinn í fyrirtækinu viðurkennda. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað frá máli Sverris gegn Hraðpeningum og Skorra þar sem einnig þyrfti að stefna Jumdon Micro Finance því kýpverska félagið væri skráður eigandi Hraðpeninga. Skorra var gefið að sök að hafa í leyfisleysi fært eignarhlut Gísla og Sverris yfir á sjálfan sig og þaðan framselt hlutaféð til Jumdon Micro Finance. Sverrir fór fram á að skaðabótaábyrgð Skorra verði viðurkennd vegna ólögmætrar yfirtöku á hlutafénu. Að lokum var málinu vísað frá.Sverrir er eigandi Gömlu Smiðjunnar.Vísir/StefánGamla Smiðjan og dularfulla leigan Sverrir er einnig eigandi pítsustaðarins Gömlu Smiðjunnar. Facebook samskipti Sverris við óánægðan viðskiptavin vöktu mikla athygli síðasta sumar. Þá birti Frank Arthur Blöndahl Cassata skjáskot af Facebook samskiptum sínum við forsvarsmenn Gömlu smiðjunnar. Þar kvartaði Frank yfir lélegri þjónustu og var í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannaðist lítið við að skulda. Í athugasemdakerfi Frank tjáði Sverrir sig og sagði það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ skrifaði Sverrir. Frank hafnaði þessu og sagði Sverri vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“Sjá einnig: Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Í kjölfar umfjöllunar um áætlanir Þaks að bjóða 95 prósent lán tjáði Frank sig um Sverri á Facebook síðu sinni. „Aldrei myndi ég taka lán af manni sem sendi mér og kærustunni minni ítrekaðar hótanir eftir kvörtun vegna lélegrar þjónustu á pizzustað,“ skrifar Frank. Hann segir að Sverrir hafi sagst ætla að láta birta umfjöllun í fjölmiðlum um hvernig Frank og kærasta hans stunduðu það að svíkja mat úr veitingastöðum og sagðist vera með upplýsingar um það frá mörgum veitingamönnum. „Best var þegar hann sagðist ætla segja Björk Guðmundsdóttur, fyrrum vinnuveitanda mínum, frá því hvernig mann ég hefði að geyma (mjög slæman). Bara næst þegar hann myndi hitta hana, því þau væru ágætis félagar,” skrifar Frank. „Verst var þegar hann sendi bréf á yfirmann Heklu þar sem hann varaði við því að vera með fólk eins og hana í vinnu.” Lesótó Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Sverrir Einar Eiríksson er eigandi byggingafélagsins Þaks. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að þetta sé ekki skynsamleg lausn fyrir fólk. „Þetta er að minnsta kosti hættuleg þróun fyrir lántakendur. Ég held það sé mjög mikilvægt ða þegar fólk kaupir sína fyrstu eign þá eigi menn eitthvað eiginfé. Það er bara mjög skynsamlegt að byrja sín kaup þannig,“ sagði Benedikt í viðtali við fréttastofu í gær.Sjá einnig:Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi, en aðspurður vill hann ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru. „Það eru bara aðilar sem hafa haft samband við mig, spyrji hvernig gangi og lýst vel á að halda áfram með þetta. En svo veit ég svosem ekki hvað þeir ætla að gera. Mér finnst umræðan í kringum þetta vera svolítið sérkennileg,“ segir Sverrir í samtali við Vísi.Rætt var við Sverri í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Sverrir á að baki nokkuð viðburðaríkan feril. Á árunum fyrir hrun rak Sverrir starfsmannaleiguna Proventus ehf. Í júlí árið 2009 varð fyrirtækið gjaldþrota. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Lífeyrissjóðurinn Gildi gerði kröfuna í búið en skuldin var upp á rúmlega 40 milljónir króna. Í kjölfarið kærði Sverrir sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð áGull, demantar og Síerra Leóne Frá efnahagshruninu árið 2008 var hann gullkaupamaður og rak verslunina Kaupum gull. Félagið bauð veðlán allt frá 100 þúsund krónum upp að 100 milljónum króna. Árið 2009 hélt Sverrir til Afríku, þar sem hann stundaði demantaviðskipti. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne,“ sagði Sverrir árið 2014. Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. Sverrir segist vera meðvitaður um ímynd demantaframleiðslu í Síerra Leóne, til að mynda að þar séu seldir svokallaðir blóðdemantar. Hann segist þó hafa haft öll tilskilin leyfi til demantakaupa. „Það er ágætt að taka það fram að ég var þar 2009-2011. Ég var þar með breskum félaga mínum og við vorum þar bæði í demantakaupum og lánarekstri og við vorum þar að sjálfsögðu með öll tilskilin leyfi til að stunda þau viðskipti og þau viðskipti voru alveg lögmæt,“ segir Sverrir. „Við fluttum út alla demanta, borguðum alla skatta og fengum Kimberley vottun.“ Kimberley vottunarferlinu var hrint af stað af Sameinuðu þjóðunum árið 2003 til að koma í veg fyrir að blóðdemantar kæmust í umferð. Árið 2012 hóf Sverrir aftur að kaupa gull af Íslendingum og opnaði skrifstofu í Kringlunni. Viðskiptavinir hans gátu komið með gull, demanta og málverk og lánaði hann þeim peninga út á það.Hraðpeningar og skaðabæturSverrir var einn stofneiganda smálánafyrirtækisins Hraðpeninga árið 2009. Árið 2015 stefndi Sverrir Hraðpeningum ehf., Skorra Rafni Rafnssyni og Kýpverska félaginu Jumdon Micro Finance Ltd. og vildi fá þriðjungs eignarhlut sinn í fyrirtækinu viðurkennda. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað frá máli Sverris gegn Hraðpeningum og Skorra þar sem einnig þyrfti að stefna Jumdon Micro Finance því kýpverska félagið væri skráður eigandi Hraðpeninga. Skorra var gefið að sök að hafa í leyfisleysi fært eignarhlut Gísla og Sverris yfir á sjálfan sig og þaðan framselt hlutaféð til Jumdon Micro Finance. Sverrir fór fram á að skaðabótaábyrgð Skorra verði viðurkennd vegna ólögmætrar yfirtöku á hlutafénu. Að lokum var málinu vísað frá.Sverrir er eigandi Gömlu Smiðjunnar.Vísir/StefánGamla Smiðjan og dularfulla leigan Sverrir er einnig eigandi pítsustaðarins Gömlu Smiðjunnar. Facebook samskipti Sverris við óánægðan viðskiptavin vöktu mikla athygli síðasta sumar. Þá birti Frank Arthur Blöndahl Cassata skjáskot af Facebook samskiptum sínum við forsvarsmenn Gömlu smiðjunnar. Þar kvartaði Frank yfir lélegri þjónustu og var í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannaðist lítið við að skulda. Í athugasemdakerfi Frank tjáði Sverrir sig og sagði það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ skrifaði Sverrir. Frank hafnaði þessu og sagði Sverri vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“Sjá einnig: Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Í kjölfar umfjöllunar um áætlanir Þaks að bjóða 95 prósent lán tjáði Frank sig um Sverri á Facebook síðu sinni. „Aldrei myndi ég taka lán af manni sem sendi mér og kærustunni minni ítrekaðar hótanir eftir kvörtun vegna lélegrar þjónustu á pizzustað,“ skrifar Frank. Hann segir að Sverrir hafi sagst ætla að láta birta umfjöllun í fjölmiðlum um hvernig Frank og kærasta hans stunduðu það að svíkja mat úr veitingastöðum og sagðist vera með upplýsingar um það frá mörgum veitingamönnum. „Best var þegar hann sagðist ætla segja Björk Guðmundsdóttur, fyrrum vinnuveitanda mínum, frá því hvernig mann ég hefði að geyma (mjög slæman). Bara næst þegar hann myndi hitta hana, því þau væru ágætis félagar,” skrifar Frank. „Verst var þegar hann sendi bréf á yfirmann Heklu þar sem hann varaði við því að vera með fólk eins og hana í vinnu.”
Lesótó Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira