Þetta kom fram í spjalli Gorsuch við öldungardeildarþingmann demókrata í Connecticut-ríki, Richard Blumenthal. Sagði Gorsuch að tíst Trump um dómskerfi Bandaríkjanna, meðal annars það þar sem Trump sagði að dómarinn sem setti lögbann á umdeilt ferðabann væri „svokallaður dómari“, væru til þess fallin til að draga kjarkinn úr dómarastéttinni og dómskerfi Bandaríkjanna.
Talsmaður Gorsuch staðfesti að hann hefði látið þess ummæli falla í samræðum Gorsuch og Blumenthal. Skoraði þingmaðurinn á Gorsuch að greina bandarísku þjóðinni frá áhyggjum sínum en dómarinn hefur til þessa lítið tjáð sig opinberlega frá því að hann var tilnefndur.
Gorsuch er 49 ára og starfar sem dómari við áfrýjunardómstól í Colorado-ríki en hljóti hann samþykki öldungadeildarinnar verður hann yngsti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna í 25 ár.
The opinion of this so-called judge, which essentially takes law-enforcement away from our country, is ridiculous and will be overturned!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 4, 2017