Hringbraut rekin með 65 milljóna tapi: „Reksturinn hefur verið erfiður“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 16:13 Sölvi Tryggvason og Linda Blöndal, þáttastjórnendur á Hringbraut. Hringbraut Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlar Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar.
Fjölmiðlar Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira