Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 13:00 Hólmfríður Magnúsdóttir gæti misst af EM í sumar. vísir/anton brink Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti