HSÍ svarar Haukum: Ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 20:39 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Stefán Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32
Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24
Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34