Sneri erfiðleikum í sigur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:15 Vilborg Arna hefur unnið þrekvirki á borð við að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Vísir/Vilhelm Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Fjallamennska Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Fjallamennska Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning