Sneri erfiðleikum í sigur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:15 Vilborg Arna hefur unnið þrekvirki á borð við að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Vísir/Vilhelm Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Fjallamennska Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Elskar að bera klúta Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Ég mun segja frá mínum veikustu augnablikum og hvernig ég hef náð að snúa þeim upp í sigurstundir á endanum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, þegar forvitnast er um framlag hennar í Lífsstílskaffi Gerðubergs annað kvöld, klukkan 20. Eitt skref í einu er yfirskrift þess. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Ég vil hjálpa fólki að komast yfir vissa hjalla þó allar dyr virðist lokaðar um tíma. Stundum þarf að hafa verulega mikið fyrir hlutunum,“ segir Vilborg Arna sem þekkir sitthvað um að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Hún gekk einsömul á suðurpólinn árið 2013 og hefur unnið ýmis önnur þrekvirki svo sem að ganga yfir Grænlandsjökul og klífa 8.000 metra tind ein síns liðs. Spurð hvenær hún hafi átt erfiðast svarar hún: „Ég hef upplifað náttúruhamfarir, slys á fólki og dauða. Þó ég hafi lifað af þá hef ég meiðst og þurft að takast á við erfiða hluti, bæði sálarlega og líkamlega. Árið 2014 varð átakanlegt slys á Everest þegar ég var þar. Stórt snjóflóð féll og 16 manns týndu lífi. Ég tók þátt í aðgerðum eftir flóðið.“ Ári síðar reið harður skjálfti yfir Nepal, sem hafði mikil áhrif, þar á meðal á Vilborgu Örnu og fleiri sem voru á Everestgöngu. „Ég lenti í skjálftanum en það varð mér til lífs að vera ekki stödd í grunnbúðunum akkúrat þá, þar fórust margir og það var rosaleg lífsreynsla að koma þangað niður, þegar allt var komið undir snjó og grjót sem þar hafði verið. Eftir svona atburði er mikið átak að koma sér af stað aftur en ef maður fær rétta hjálp þá gerast góðir hlutir.“ Vilborg Arna er nýbúin að stofna litla leiðangursferðaskrifstofu og er að fara með fyrstu tvo hópana til Nepals núna í mars. „Ég rek ferðaskrifstofuna bara í mínu nafni en annars heitir hún Náttúrubörn norðursins.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Fjallamennska Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Elskar að bera klúta Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira