Í hættu í Surtseyjargosinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:00 Elín var eitt ár hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hún varð stúdent. Svo vann hún á Mogganum í tæp 40 ár. Vísir/GVA Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira